9.2.2009 | 17:05
Hrunalaug
Við fjölskyldan skruppum í bíltúr í gær í yndislegu vetrarveðri. Ferðin endaði við Hrunalaug til að athuga hvort hún væri nothæf, hún var það nefnilega ekki síðast þegar við litum þangað. Hún kom okkur mjög á óvart því hún svínvirkaði. Rann þetta líka heita vatn í hana. Æði. Um kvöldið drifum við Stefán okkur svo í laugina. Höfum ekki gert það í mörg ár, það er bara eins og við séum búin að eignast nýjan heitan pott. Rosalega var notalegt þar, vorum þar örugglega í 2 tíma að skoða tunglið, stjörnurnar og spjalla saman um allt milli himins og jarðar. Sjá myndir á annath.blog.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 16:37
Málverkasýning á Flúðum
Við Kristín Huld ætlum að láta inn nokkrar myndir frá opnun málverkasýningar í versluninni á Flúðum. Börnin í leikskólanum setja upp þessa sýningu í tilefni dags leikskólanna á Íslandi. Þau komu ölí morgunl og opnuðu sýninguna. Sungu nokkur lög o buðu uppá djús og saltstangir. Skoðið endilega glæsilegt málverk Kristínar Huldar. Verið velkomin og kíkið á myndirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 00:12
Þeir nafnar geta talað endalaust!!!
Þeir nafnar, Stebbi Þorleifs og Stebbi Þórhalls, eru ótrúlegir. Þeir tala gjörsamlega endalaust. Um tónlist, hljómsveitir, kennslu og ég veit ekki hvað. Ég veit að konan hans Stebba, Kristín Arna, talar um að hann eigi viðhald, þ.e. Stebba Þorleifs. Ég skil hana vel, það fer allt kvöldið í þetta þegar þeir byrja. Ætli við endum ekki á balli annað kvöld, með honum og hljómsveitinni Á móti sól á réttarballi í Árnesi. Mér sýnist allt benda til þess. Það er mikil stemning hér í sveitinni fyrir réttum. Þetta er hrein hátíð, má líkja við páskahátíðina hjá okkur hinum. Þetta er heilagur dagur og allt snýst um þetta og allar aðgerðir bíða þangað til eftir réttir. Stefán minn var að enda símtalið og komst þá að því, alveg hissa, að hann er aðeins búinn að tala í 2 klukkutíma.
Ég er að sjálfsögðu á leið með stelpurnar okkar í Skeiðaréttir á laugardaginn. Þær verða að upplifa það sem lífið snýst um í septembermánuði.
EN, Stefán er hættur að tala í síma og má kannski vera að því að tala við mig núna.
Kveðja, Anna Þórný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 22:23
Viðburðarík helgi
Nóg var að gera um helgina, það er óhætt að segja það. Á laugardaginn buðum við íbúum Brautarholtar í partý, fiski/x-factor partý. Breski x-factorinn var í sjónvarpinu en gestirnir vildu miklu frekar spjalla og borða fiskréttina en að glápa á x-factor. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld þar sem við drukkum, spjölluðum og hlustuðum á tónlistina sem við hlustuðum á þegar við vorum unglingar. Það er nú ekkert svo mörg ár síðan Rosalega gaman. Börnin léku sér aftur á móti í bílskúrnum og tóku fram ýmislegt dót sem hægt er að hafa gaman af, þau hafa örugglega ekki fílað þessa tónlist. Í stað þess að fara á sveitaball í Aratungu var ákveðið að spila nokkra samkvæmisleiki og var mikið hlegið af þeim sem klikkuðu.
Á sunnudeginum fórum við Kristín Huld svo í Þjóðleikhúsið með Kristínu systir, Þóru Björg og Þórbergi Agli og sáum þar brúðuleikinn um hann Einar Áskel. Þar fór Þórbergur alveg á kostum með fagnaðarlátum og klappi. Hann var alveg yndislegur, 2ja ára pjakkurinn Fórum svo á gamla, góða Hressingaskálann og fengum okkur smá í gogginn. Brunuðum svo á Rauðalæk og fögnuðum 5 ára afmæli Þóru Bjargar.
Sem sagt: Fín helgi en var kannski heldur fljót að líða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 23:59
Gengið á Vörðufell
Veðrið var svo geggjað að það var ekki annað hægt en að drífa sig út. Hringt var út og allar kvensurnar til í gönguferð og Vörðufell varð fyrir valinu. Ætluðum okkur alltaf að kljást við það verkefni. Komumst reyndar að því eftir nokkra göngu að betra hefði verið að leggja heldur fyrr af stað. Haustið greinilega að minna á sig með myrkrinu, maður verður alltaf jafn hissa á því hvað það skellur fljótt á og bara svona allt í einu. Skrítið. Þetta var samt æðisleg ferð og mikil upplifun, allavega fyrir mig. Þetta reyndist erfiðari ferð en ég bjóst við og ég held að þeim hafi fundist það líka því þær voru alltaf að leita að spennandi leiðum sem reyndust svo erfiðari en þeim minnti Við lentum líka í smá háska af og til, grjóthruni vegna tveggja hunda sem ölpuðust með okkur. Þeir ruku allsstaðar upp og tóku ekkert tillit til okkar hvað grjóthrun varðaði.
Eftir ferðina bauð Sigga okkur svo í hvítvín og fann líka þetta dýrindis sænska brauð í ísskápnum og var það borðað með góðri lyst, með marmelaði, osti og gúrkusneiðum. Takk fyrir okkur, Sigga. Og takk allar fyrir ferðina. Hún var æðisleg.
Myndir frá ferðinni er að finna undir sömu fyrirsögn í myndaalbúmi.
Bloggar | Breytt 22.8.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 18:30
Ball með Sálinni
Þá erum við komin heim aftur eftir ballið með Sálinni í Þorlákshöfn. Lilja Rós, mágkona, kom með okkur Stefáni og skemmtum við okkur alveg konunglega. Hittum fullt af fólki, spjölluðum og dönsuðum. Við gistum í nýja glæsilega gistiheimilinu þeirra Gunnar og Stebba. Það er staðsett á gamla bókasafninu á Unugötunni, beint fyrir aftan Skálann. Við komum þangað um kl. 05 í nótt, settumst í setustofuna og fengum okkur örbylgjupopp og kók, óblandað . Lilja Rós tók einhverjar myndir af okkur sem ég kem til með að stela frá henni þegar hún er komin með þær á svæðið sitt. Í hádeginu í dag fengum við okkur svo að borða á Svarta sauðinum, veitingahús í sama húsi sem hún Kata Stefáns (hans Hauks, áðurfyrr), rekur með núverandi eiginmanni sínum. Veitingastaðurinn er einmitt þar sem Másbakaríið var hér forðum. Skemmtilegt. Þar fengum við rosalega flotta og góða supremepizzu og æðislegt blandað salat og nutum þess að drekka kók með, einhverra hluta vegna.
Þetta var æðislega gaman, frá a - ö. Við hefðum nú aldrei farið þetta nema af því hún Lilja Rós okkar var stödd á landinu. Hún býr annars í Danmörku.
Bloggar | Breytt 23.8.2008 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 22:18
Æðislegt í berjamó
Ég og kunningjakona mín hér frá Brautarholti fengum okkur hjólreiðatúr núna í kvöld og tíndum fullan poka af krækiberjum. Stór og safarík ber. Ég er mjög dugleg, að mínu mati, að fara í gönguferðir. Geng mikið niður að Þjórsá, um eins og hálftíma ganga. Svo er ég líka nokkuð dugleg að synda og syndi þá 500 metrana, alveg eins og pabbi gerði í den. EN, ég hef ekki verið eins dugleg að hjóla. Það var æði, blankalogn, en aðeins fann maður hvað það styttist í haustið.
Kristín Huld byrjaði í leikskólanum í dag eftir eins og hálfs mánaða sumarfrí. Ég held að það leggist bara vel í hana að byrja aftur. Nú er það lokaveturinn hennar í leikskóla því næsta haust byrjar hún í skóla. Skrítið.
Lilja Rós, mágkona mín, er að koma til landsins á morgun, fimmtudag. Hún býr í Álaborg, Danmörku. Erum við búnar að ákveða að skella okkur á ball með Sálinni í Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn á laugardaginn. Það verður ekki leiðinlegt, það er víst alveg á hreinu. Ætlum meira að segja að gista á gistihúsi sem er nýopnað í Þorlákshöfn.
Ég hakka í mig berjunum eins og mér væri borgað fyrir það. Best að fara að hætta því áður en ég fæ í magann. Bless og góða nótt
Bloggar | Breytt 14.8.2008 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 14:38
Heimsmeistararnir réðu ekkert við okkur á ÓL
Heimsmeistararnir, Þjóðverjar, réðu ekkert við íslensku strákana í handboltanum á Ólympíuleikunum í Peking. Það var svo mikill kraftur í strákunum okkar að hinir náðu engan veginn að stoppa þá af. Sigurinn var nánast aldrei í hættu. Gaman að sjá svona skemmtilegan leik. Til hamingju, strákar.
Allt heimilislífið fer eiginlega í stopp í klukkutíma, á meðan svona leikur stendur yfir. Það var verið að elda nautakjötssúpu rétt fyrir leik og svo verður bara allt uppvask að bíða þangað til leikurinn er búinn. Heppilegt að hægt sé að borða yfir leiknum.
Nú þurfum við Kristín Huld að fara að vaska upp, hengja upp þvott og aðeins að ganga frá inni í húsinu. Á meðan ætlum við að hlusta á diskinn 100 íslensk barnalög sem er mjög góður.
Í kvöld eru akkúrat 24 ár síðan við Stefán byrjuðum saman, eða kysstumst allavega í fyrsta sinn. Við hittumst á sveitaballi með Stuðmönnum á Borg í Grímsnesi þann 12. ágúst 1984. Rákumst á hvort annað þegar verið var að spila lokalag ballsins, vangalag auðvitað. Svo hittumst við ekkert aftur fyrr en viku seinna, fyrir utan gamla Selfossbíó. Þá voru sko engir gemsar eða msn og ég vissi ekki einu sinni símanúmerið heima hjá honum. Eins sinni reyndi ég að hringja, fann a.m.k. 3 Þorleifa í símaskránni og náði alltaf að hringja í vitlaust númer. Svo svaraði ekki í síðasta númerinu. Stefán sagði mér svo að hann hafi svarað um leið og skellt var á. Hann var auðvitað sofandi en ég í partýi á Stokkseyri eða nýkomin heim til vinkonu minnar eftir að hafa verið í partýi á Stokkseyri. Man ekki alveg, enda orðið langt síðan. Kannski við skötuhjúin reynum að hafa það smá huggulegt í kvöld. Annars er svo brjálað að gera hjá honum að hann kemur bara rétt heim til að vinna í tölvunni og svo til að sofa. Er að undirbúa næstu önn í Tónsmiðju Suðurlands (tonsmidjan.net). Verið að gera heimasíðuna tilbúna og útbúa auglýsingu í lokalblöðin og að skipuleggja námskeiðin sem verða í boði.
Jæja, best að fara að vaska upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2008 | 19:46
9. ágúst
Jæja. Tónleikarnir? Þeir voru bara alveg ágætir. Þarna var um 13.000 manns þannig að það var ansi heitt, eiginlega eins og í gufubaði. Okkur fannst að hann Eric Clapton hefði mátt spila fleiri þekkt lög inn á milli. Soldið leiðinlegt fyrir Eyþór og Guðrúnu Lilju að hlusta endalaust á lög sem þau höfðu ekki heyrt áður. Tvö síðustu lög kappans voru þekkt og þá vöknuðu þau og fóru að hlusta betur og njóta. Lokalag hans var Kokain og gerði hann og bandið það með algerri snilld, glæsileg gítar- píanó- og trommusóló. Í heildina ágætir tónleikar.
Við stelpurnar eyddum deginum á Borg í Grímsnesi. Þar var svokölluð Grímsævintýri með tombólu, sölubásum og skemmtun. Þar fórum við svo í sund og höfðum það notalegt. Stefán var að spila í brúðkaupi og Eyþór var að vinna í Húsasmiðjunni. Í kvöld ætlum við að skjótast í Skyggni á ættarmótið en Eyþór ætlar að vera á Selfossi og skemmta sér þar á lokaskemmtun Sumars á Selfossi. Hann er svo að fara að vinna aftur á morgun. Gaman, gaman.
Bæ og góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 23:29
Nú ætla ég að standa mig betur, bara fyrir þig, Dóra Stína :)
Já, Dóra Stína, nú skal ég stundum setjast niður og skrifa fréttir að heiman. Ég var að vinna sem sundlaugarvörður í Skeiðalaug í dag og fórum við Guðrún Lilja svo ofaní eftir lokun. Hún er búin að vera rosa dugleg í lauginni í sumar og núna var ég að kenna henni að stinga sér í laugina. Æfingin skapar meistarann. Kristín Huld var sótt af henni ömmu sinni og ætlar að vera hjá henni í nótt því við erum að fara á tónleika á morgun, föstudag, með Eric Clapton í Egilshöllinni. Vonandi fáum við hana með okkur heim eftir tónleikana. Guðrún Lilja, pæjan okkar, ætlar frekar í partý hér í sveitinni þannig að hún kemur ekki með okkur. Tveir strákar að halda afmælispartý þar sem þeir verða með tilbúin tjöld og allt fyrir þá sem vilja gista. Guðrún vill nú reyndar koma heim um kvöldið.
Eyþór og Stefán eru búnir að vera á Selfossi í allan dag, Eyþór fór á körfuboltaæfingu hjá FSu og Stefán að vinna í Tónsmiðjunni með Róberti Dan. Við vorum reyndar að kaupa okkur nýjan bíl í dag, Nissan Note, beint uppúr kassanum. Við erum svo rík, við getum allt.
Dóra Stína, þetta voru helstu fréttir héðan núna, sendi nýtt inn fljótlega.
Lilja Rós, við hlökkum til að sjá þig í næstu viku (eða þarnæstu).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Tenglar
- Blogg Dóru Stínu
- Bloggsíða Lilju Rósar
- Jón Óskar og Heiða
- Kristín í Skyggni
- Myndir Dóru Stínu
- Myndir Lilju Rósar
- Sigurveig og Erlingur
- Telma Rós Jónsdóttir