Leita í fréttum mbl.is

Andvökunótt

Ég var andvaka í nótt. Þegar ég var búin að liggja í 2 klukkutíma og enn glaðvakandi þá gafst ég upp. Ég var með hugann hjá börnunum mínum í Danmörku, þau eru þar á heimaslóðum og hjá Dóru Stínu. Eftir að hafa séð allar þessar myndir af þeim með frændsystkinum sínum þá fékk ég ekki hugann af þeim. Þetta er nú forsenda þess að ég stóð á fætur og ákvað að hefja svona bloggsíðu eins og stelpurnar eru að gera. Lilja Rós er nú búin að tala um þetta lengi við mig. Nú brosir hún örugglega út í annað  Wink  . Við Kristín Huld ætlum að klippa trén í dag og bara að vera aðeins úti í garði. Við vorumhjá ömmu hennar og afa í Mosó í gær og höfðum það huggulegt. Þar var Kristín að perla, teikna og horfa á Bamba 2 með honum afa. Við Gunna hvíldum okkur á meðan. Það er svo skrítið, maður slakar svo rosalega á í Bugðutanganum. Skil ekkert í þessu. Jæja, best að fara að gefa barninu morgunmat. Annars dundar hún sér svo mikið inní herberginu sínu að það er synd að trufla hana, situr á gólfinu og er að púsla.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband