Leita í fréttum mbl.is

Örþreyttar stelpur

Þá erum við Kristín Huld komnar inn eftir heilmikla útiveru. Gengum fyrst út í Blómaval og komum svo heim og settum trampólínið saman, öryggisnetið og hvað eina. Smá beyglað eftir kollhnísinn í haust/vetur en sleppur alveg. Hann Bassi á Sunnuveginum þurfti reyndar að rétta fyrir mig tvær stangir. Það var nú bara gaman að kíkja aðeins á hann, gamla nágrannann. Nú erum við mæðgurnar semsagt komnar inn þreyttar og með eplakinnar, eins og hún segir sjálf. Og aðeins 3 dagar þangað til við fáum stóðið okkar aftur heim, það verður nú gott. Við verðum þá að finna okkur eitthvað að gera á morgun og hinn, það á nú alveg að vera hægt að finna eitthvað út úr því, við höfum bæði garðinn og heilan bílskúr fullan af "drasli". Hlakka til að fá ykkur heim, krúsurnar mínar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko mína, farin að blogga.  Ég hefði aldrei trúað þessu :)

Hlakka til að koma heim...kv. Stefán 

Stefán (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband