Leita í fréttum mbl.is

2 dagar í þau

Þá eru ekki nema 2 dagar í að restin af fjölskyldunni komi heim. Okkur er svo sem ekkert búnar að láta okkur leiðast. Nýt þess, þannig séð, að fá smá frí frá eldamennskunni. Í dag fórum við út í garð að klippa trén og drifum okkur svo til háls, nef og eyrnalæknis. Kristín Huld er nefnilega búin að vera með leiðinda hósta í um 2 mánuði. Fékk vott af þessari RS veiru sem lagðist reyndar aðallega á ungabörn, svo fékk hún bronkítis út frá því og að lokum var honum komin með sýkingu í kinnholur. Í röntgenmyndatöku sást líka að hún var með mjög stóra nefkirtla. Læknirinn sá að allt kvef er farið úr henni, en samt er hún með ljótan hósta ennþá en hóstar sem betur fer sjaldan. Nú er hún búin með lyfjaskammtinn og ef hóstinn fer versnandi næstu daga þá er næsta ferli að taka nefkirtlana. Það er víst fljótgert. Þeir eru teknir í svæfingu og tekur um 15 mínútur og verður komin heim til sín aftur hálftíma seinna.

Í kvöld erum við Kristín Huld að fara á kóræfingu í nýju húsi Tónlistarskóla Árnesinga. Það verður mjög gaman að koma þangað og skoða. Vegna þessa þá ákvað ég nú að svæfa barnið núna til að hún verði til friðs á meðan ég þen mig með kórnum í kvöld. Annað kvöld ætlum við svo jafnvel á bingó í Íþróttahúsinu Iðu, sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband