Leita í fréttum mbl.is

Bíltúr á föstudaginn langa

Þá er öll fjölskyldan samankomin á Dælengi 14. Gott að fá ferðalangana heim og ég held að þeir séu bara nokkuð sáttir að vera komnir, heima er best. Í dag, á föstudaginn langa, ætlum við í örlítinn bíltúr. Ætlum jafnvel að byrja á því að fara í Þjórsárdal og skoða litla reitinn okkar sem við köllum Texas. Ætlum að taka einnota grill með okkur og grilla einfaldan mat, pylsur í brauði. Við reiknum með að hitta fullt af fólki þar sem fólk er nú loks komið í páskafrí. Þaðan ætlum við svo að heimsækja sjúklinginn í Skyggni, hana Ingu og fjölskyldu. Henni tókst að slíta liðbönd í ökkla fyrir nokkrum dögum svo hún liggur þar með fótinn í gifsi. Það verður hálf skrítið á sjá hana þannig, manneskja sem alltaf er á fleygiferð um allt. Eigið nú notalegan dag og helgi og passið ykkur í umferðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband