6.4.2007 | 11:00
Bíltúr á föstudaginn langa
Þá er öll fjölskyldan samankomin á Dælengi 14. Gott að fá ferðalangana heim og ég held að þeir séu bara nokkuð sáttir að vera komnir, heima er best. Í dag, á föstudaginn langa, ætlum við í örlítinn bíltúr. Ætlum jafnvel að byrja á því að fara í Þjórsárdal og skoða litla reitinn okkar sem við köllum Texas. Ætlum að taka einnota grill með okkur og grilla einfaldan mat, pylsur í brauði. Við reiknum með að hitta fullt af fólki þar sem fólk er nú loks komið í páskafrí. Þaðan ætlum við svo að heimsækja sjúklinginn í Skyggni, hana Ingu og fjölskyldu. Henni tókst að slíta liðbönd í ökkla fyrir nokkrum dögum svo hún liggur þar með fótinn í gifsi. Það verður hálf skrítið á sjá hana þannig, manneskja sem alltaf er á fleygiferð um allt. Eigið nú notalegan dag og helgi og passið ykkur í umferðinni.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Tenglar
- Blogg Dóru Stínu
- Bloggsíða Lilju Rósar
- Jón Óskar og Heiða
- Kristín í Skyggni
- Myndir Dóru Stínu
- Myndir Lilju Rósar
- Sigurveig og Erlingur
- Telma Rós Jónsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.