Leita í fréttum mbl.is

Nú ætla ég að standa mig betur, bara fyrir þig, Dóra Stína :)

Já, Dóra Stína, nú skal ég stundum setjast niður og skrifa fréttir að heiman. Ég var að vinna sem sundlaugarvörður í Skeiðalaug  í dag og fórum við Guðrún Lilja svo ofaní eftir lokun. Hún er búin að vera rosa dugleg í lauginni í sumar og núna var ég að kenna henni að stinga sér í laugina. Æfingin skapar meistarann. Kristín Huld var sótt af henni ömmu sinni og ætlar að vera hjá henni í nótt því við erum að fara á tónleika á morgun, föstudag, með Eric Clapton í Egilshöllinni. Vonandi fáum við hana með okkur heim eftir tónleikana. Guðrún Lilja, pæjan okkar, ætlar frekar í partý hér í sveitinni þannig að hún kemur ekki með okkur. Tveir strákar að halda afmælispartý þar sem þeir verða með tilbúin tjöld og allt fyrir þá sem vilja gista. Guðrún vill nú reyndar koma heim um kvöldið.

Eyþór og Stefán eru búnir að vera á Selfossi í allan dag, Eyþór fór á körfuboltaæfingu hjá FSu og Stefán að vinna í Tónsmiðjunni með Róberti Dan. Við vorum reyndar að kaupa okkur nýjan bíl í dag, Nissan Note, beint uppúr kassanum. Við erum svo rík, við getum allt.

Dóra Stína, þetta voru helstu fréttir héðan núna, sendi nýtt inn fljótlega.

Lilja Rós, við hlökkum til að sjá þig í næstu viku (eða þarnæstu).

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja, enn og aftur sýnir það sig að það borgar sig að kvarta og kveina...hihi.  Ég kom þér allavega í gang aftur með bloggið þitt.  kysstu ungana frá mér, og góða skemmtun á tónleikunum.  Ég ætla að kíkja á myndir, stórt knús héðan.  Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband