Leita í fréttum mbl.is

9. ágúst

Jæja. Tónleikarnir? Þeir voru bara alveg ágætir. Þarna var um 13.000 manns þannig að það var ansi heitt, eiginlega eins og í gufubaði. Okkur fannst að hann Eric Clapton hefði mátt spila fleiri þekkt lög  inn á milli. Soldið leiðinlegt fyrir Eyþór og Guðrúnu Lilju að hlusta endalaust á lög sem þau höfðu ekki heyrt áður. Tvö síðustu lög kappans voru þekkt og þá vöknuðu þau og fóru að hlusta betur og njóta. Lokalag hans var Kokain og gerði hann og bandið það með algerri snilld, glæsileg gítar- píanó- og trommusóló. Í heildina ágætir tónleikar.

Við stelpurnar eyddum deginum á Borg í Grímsnesi. Þar var svokölluð Grímsævintýri með tombólu, sölubásum og skemmtun. Þar fórum við svo í sund og höfðum það notalegt. Stefán var að spila í brúðkaupi og Eyþór var að vinna í Húsasmiðjunni. Í kvöld ætlum við að skjótast í Skyggni á ættarmótið en Eyþór ætlar að vera á Selfossi og skemmta sér þar á lokaskemmtun Sumars á Selfossi. Hann er svo að fara að vinna aftur á morgun. Gaman, gaman.

Bæ og góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru nú ekki margir krakkar sem fíla Eric Clapton... en gaman að upplifa hann samt sem áður. Knúsíknús, og Anna mundu nú að kíkja á síðuna mína, það er algjört möst. http://storvorde.blogspot.com

Dóra (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband