12.8.2008 | 14:38
Heimsmeistararnir réðu ekkert við okkur á ÓL
Heimsmeistararnir, Þjóðverjar, réðu ekkert við íslensku strákana í handboltanum á Ólympíuleikunum í Peking. Það var svo mikill kraftur í strákunum okkar að hinir náðu engan veginn að stoppa þá af. Sigurinn var nánast aldrei í hættu. Gaman að sjá svona skemmtilegan leik. Til hamingju, strákar.
Allt heimilislífið fer eiginlega í stopp í klukkutíma, á meðan svona leikur stendur yfir. Það var verið að elda nautakjötssúpu rétt fyrir leik og svo verður bara allt uppvask að bíða þangað til leikurinn er búinn. Heppilegt að hægt sé að borða yfir leiknum.
Nú þurfum við Kristín Huld að fara að vaska upp, hengja upp þvott og aðeins að ganga frá inni í húsinu. Á meðan ætlum við að hlusta á diskinn 100 íslensk barnalög sem er mjög góður.
Í kvöld eru akkúrat 24 ár síðan við Stefán byrjuðum saman, eða kysstumst allavega í fyrsta sinn. Við hittumst á sveitaballi með Stuðmönnum á Borg í Grímsnesi þann 12. ágúst 1984. Rákumst á hvort annað þegar verið var að spila lokalag ballsins, vangalag auðvitað. Svo hittumst við ekkert aftur fyrr en viku seinna, fyrir utan gamla Selfossbíó. Þá voru sko engir gemsar eða msn og ég vissi ekki einu sinni símanúmerið heima hjá honum. Eins sinni reyndi ég að hringja, fann a.m.k. 3 Þorleifa í símaskránni og náði alltaf að hringja í vitlaust númer. Svo svaraði ekki í síðasta númerinu. Stefán sagði mér svo að hann hafi svarað um leið og skellt var á. Hann var auðvitað sofandi en ég í partýi á Stokkseyri eða nýkomin heim til vinkonu minnar eftir að hafa verið í partýi á Stokkseyri. Man ekki alveg, enda orðið langt síðan. Kannski við skötuhjúin reynum að hafa það smá huggulegt í kvöld. Annars er svo brjálað að gera hjá honum að hann kemur bara rétt heim til að vinna í tölvunni og svo til að sofa. Er að undirbúa næstu önn í Tónsmiðju Suðurlands (tonsmidjan.net). Verið að gera heimasíðuna tilbúna og útbúa auglýsingu í lokalblöðin og að skipuleggja námskeiðin sem verða í boði.
Jæja, best að fara að vaska upp.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Tenglar
- Blogg Dóru Stínu
- Bloggsíða Lilju Rósar
- Jón Óskar og Heiða
- Kristín í Skyggni
- Myndir Dóru Stínu
- Myndir Lilju Rósar
- Sigurveig og Erlingur
- Telma Rós Jónsdóttir
Athugasemdir
Til hamingju með daginn elsku Anna og Stefán. þetta eru ansi mörg ár... vá. Ég meina, sko ekki það að þið séuð einhverjir ellismellir, en þetta eru samt sem áður mörg ár...miðað við að ég og René erum búin að vera saman í rétt rúm 6 ár. Fyndið. Vonandi náðuð þið að gera eitthvað saman og halda upp á áfangann. Hérna er annars allt ágætt, rigning og þrumur, mjög danskt veður. Ég kem líklega ekki í okt...eins og staðan er núna akkúrat því Sara er að fara til Lithaen með klarup skolekor. Akkúrat í haustfríinu sko...vikuna sem ég ætlaði að taka hana með til Íslands, og mig langar eiginlega ekkert til íslands án hennar. jæja, nóg í bili, gaman að heyra reglulega frá ykkur, ég þarf að fara að "tage mig sammen" og skrifa meir líka inná mitt blog. Stórt knús til ykkar allra, Dóra.
Dóra (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:27
Hæ, til hamingju með daginn, vá hvað þið eruð orðin gömul...
djók
Sjáumst bráðum hress og kát 
Lilja (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.