Leita í fréttum mbl.is

Æðislegt í berjamó

Ég og kunningjakona mín hér frá Brautarholti fengum okkur hjólreiðatúr núna í kvöld og tíndum fullan poka af krækiberjum. Stór og safarík ber. Ég er mjög dugleg, að mínu mati, að fara í gönguferðir. Geng mikið niður að Þjórsá, um eins og hálftíma ganga. Svo er ég líka nokkuð dugleg að synda og syndi þá 500 metrana, alveg eins og pabbi gerði í den. EN, ég hef ekki verið eins dugleg að hjóla. Það var æði, blankalogn, en aðeins fann maður hvað það styttist í haustið.

Kristín Huld byrjaði í leikskólanum í dag eftir eins og hálfs mánaða sumarfrí. Ég held að það leggist bara vel í hana að byrja aftur. Nú er það lokaveturinn hennar í leikskóla því næsta haust byrjar hún í skóla. Skrítið. 

Lilja Rós, mágkona mín, er að koma til landsins á morgun, fimmtudag. Hún býr í Álaborg, Danmörku. Erum við búnar að ákveða að skella okkur á ball með Sálinni í Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn á laugardaginn. Það verður ekki leiðinlegt, það er víst alveg á hreinu. Ætlum meira að segja að gista á gistihúsi sem er nýopnað í Þorlákshöfn.

Ég hakka í mig berjunum eins og mér væri borgað fyrir það. Best að fara að hætta því áður en ég fæ í magann. Bless og góða nótt

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband