17.8.2008 | 18:30
Ball með Sálinni
Þá erum við komin heim aftur eftir ballið með Sálinni í Þorlákshöfn. Lilja Rós, mágkona, kom með okkur Stefáni og skemmtum við okkur alveg konunglega. Hittum fullt af fólki, spjölluðum og dönsuðum. Við gistum í nýja glæsilega gistiheimilinu þeirra Gunnar og Stebba. Það er staðsett á gamla bókasafninu á Unugötunni, beint fyrir aftan Skálann. Við komum þangað um kl. 05 í nótt, settumst í setustofuna og fengum okkur örbylgjupopp og kók, óblandað . Lilja Rós tók einhverjar myndir af okkur sem ég kem til með að stela frá henni þegar hún er komin með þær á svæðið sitt. Í hádeginu í dag fengum við okkur svo að borða á Svarta sauðinum, veitingahús í sama húsi sem hún Kata Stefáns (hans Hauks, áðurfyrr), rekur með núverandi eiginmanni sínum. Veitingastaðurinn er einmitt þar sem Másbakaríið var hér forðum. Skemmtilegt. Þar fengum við rosalega flotta og góða supremepizzu og æðislegt blandað salat og nutum þess að drekka kók með, einhverra hluta vegna.
Þetta var æðislega gaman, frá a - ö. Við hefðum nú aldrei farið þetta nema af því hún Lilja Rós okkar var stödd á landinu. Hún býr annars í Danmörku.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Tenglar
- Blogg Dóru Stínu
- Bloggsíða Lilju Rósar
- Jón Óskar og Heiða
- Kristín í Skyggni
- Myndir Dóru Stínu
- Myndir Lilju Rósar
- Sigurveig og Erlingur
- Telma Rós Jónsdóttir
Áhugaverðir tenglar
Af mbl.is
Íþróttir
- Elvar og félagar héldu sér uppi
- Elsa setti heimsmet og varð Evrópumeistari
- Jafnt í æsispennandi fyrri úrslitaleik Vals
- Ekki versta liðið í sögu deildarinnar
- Gott gengi Vestra heldur áfram
- Náði því loksins eftir 17 ár
- Landsliðskonurnar fóru á kostum
- Stórleikur Sædísar í Noregi
- Amanda er hollenskur bikarmeistari
- Verður væntanlega klikkun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.