Leita í fréttum mbl.is

Viðburðarík helgi

Nóg var að gera um helgina, það er óhætt að segja það. Á laugardaginn buðum við íbúum Brautarholtar í partý, fiski/x-factor partý. Breski x-factorinn var í sjónvarpinu en gestirnir vildu miklu frekar spjalla og borða fiskréttina en að glápa á x-factor. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld þar sem við drukkum, spjölluðum og hlustuðum á tónlistina sem við hlustuðum á þegar við vorum unglingar. Það er nú ekkert svo mörg ár síðan Wink  Rosalega gaman. Börnin léku sér aftur á móti í bílskúrnum og tóku fram ýmislegt dót sem hægt er að hafa gaman af, þau hafa örugglega ekki fílað þessa tónlist. Í stað þess að fara á sveitaball í Aratungu var ákveðið að spila nokkra samkvæmisleiki og var mikið hlegið af þeim sem klikkuðu.

Á sunnudeginum fórum við Kristín Huld svo í Þjóðleikhúsið með Kristínu systir, Þóru Björg og Þórbergi Agli og sáum þar brúðuleikinn um hann Einar Áskel. Þar fór Þórbergur alveg á kostum með fagnaðarlátum og klappi. Hann var alveg yndislegur, 2ja ára pjakkurinn Cool   Fórum svo á gamla, góða Hressingaskálann og fengum okkur smá í gogginn. Brunuðum svo á Rauðalæk og fögnuðum 5 ára afmæli Þóru Bjargar.

Sem sagt: Fín helgi en var kannski heldur fljót að líða Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband