Leita í fréttum mbl.is

Þeir nafnar geta talað endalaust!!!

Þeir nafnar, Stebbi Þorleifs og Stebbi Þórhalls, eru ótrúlegir. Þeir tala gjörsamlega endalaust. Um tónlist, hljómsveitir, kennslu og ég veit ekki hvað. Ég veit að konan hans Stebba, Kristín Arna, talar um að hann eigi viðhald, þ.e. Stebba Þorleifs. Ég skil hana vel, það fer allt kvöldið í þetta þegar þeir byrja. Ætli við endum ekki á balli annað kvöld, með honum og hljómsveitinni Á móti sól á réttarballi í Árnesi. Mér sýnist allt benda til þess. Það er mikil stemning hér í sveitinni fyrir réttum. Þetta er hrein hátíð, má líkja við páskahátíðina hjá okkur hinum. Þetta er heilagur dagur og allt snýst um þetta og allar aðgerðir bíða þangað til eftir réttir. Stefán minn var að enda símtalið og komst þá að því, alveg hissa, að hann er aðeins búinn að tala í 2 klukkutíma.

Ég er að sjálfsögðu á leið með stelpurnar okkar í Skeiðaréttir á laugardaginn. Þær verða að upplifa það sem lífið snýst um í septembermánuði.

EN, Stefán er hættur að tala í síma og má kannski vera að því að tala við mig núna.

Kveðja, Anna Þórný 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Þorleifsdóttir

bla

Dóra Þorleifsdóttir, 22.9.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Dóra Þorleifsdóttir

ok, nú virkar þetta.  Það er ekki hægt að skrifa athugasemd, nema maður sé skráður!! Þú getur breytt því á stjórnborðinu, þá geta fleiri kommenterað á bloggin þín.  Ég fylgist alltaf með ykkur hérna, mjög gaman.  Sko Bríet sendi mér einmitt sms á réttardaginn...afmælisdaginn minn, og ég dó næstum því úr öfund, langaði ferlega að koma í réttirnar!! Knús í bili

Dóra Þorleifsdóttir, 22.9.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna Þórný Sigfúsdóttir

 

Grunnskólakennari á Flúðum

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband