9.2.2009 | 17:05
Hrunalaug
Við fjölskyldan skruppum í bíltúr í gær í yndislegu vetrarveðri. Ferðin endaði við Hrunalaug til að athuga hvort hún væri nothæf, hún var það nefnilega ekki síðast þegar við litum þangað. Hún kom okkur mjög á óvart því hún svínvirkaði. Rann þetta líka heita vatn í hana. Æði. Um kvöldið drifum við Stefán okkur svo í laugina. Höfum ekki gert það í mörg ár, það er bara eins og við séum búin að eignast nýjan heitan pott. Rosalega var notalegt þar, vorum þar örugglega í 2 tíma að skoða tunglið, stjörnurnar og spjalla saman um allt milli himins og jarðar. Sjá myndir á annath.blog.is.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Tenglar
- Blogg Dóru Stínu
- Bloggsíða Lilju Rósar
- Jón Óskar og Heiða
- Kristín í Skyggni
- Myndir Dóru Stínu
- Myndir Lilju Rósar
- Sigurveig og Erlingur
- Telma Rós Jónsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.