Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
12.9.2008 | 00:12
Þeir nafnar geta talað endalaust!!!
Þeir nafnar, Stebbi Þorleifs og Stebbi Þórhalls, eru ótrúlegir. Þeir tala gjörsamlega endalaust. Um tónlist, hljómsveitir, kennslu og ég veit ekki hvað. Ég veit að konan hans Stebba, Kristín Arna, talar um að hann eigi viðhald, þ.e. Stebba Þorleifs. Ég skil hana vel, það fer allt kvöldið í þetta þegar þeir byrja. Ætli við endum ekki á balli annað kvöld, með honum og hljómsveitinni Á móti sól á réttarballi í Árnesi. Mér sýnist allt benda til þess. Það er mikil stemning hér í sveitinni fyrir réttum. Þetta er hrein hátíð, má líkja við páskahátíðina hjá okkur hinum. Þetta er heilagur dagur og allt snýst um þetta og allar aðgerðir bíða þangað til eftir réttir. Stefán minn var að enda símtalið og komst þá að því, alveg hissa, að hann er aðeins búinn að tala í 2 klukkutíma.
Ég er að sjálfsögðu á leið með stelpurnar okkar í Skeiðaréttir á laugardaginn. Þær verða að upplifa það sem lífið snýst um í septembermánuði.
EN, Stefán er hættur að tala í síma og má kannski vera að því að tala við mig núna.
Kveðja, Anna Þórný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 22:23
Viðburðarík helgi
Nóg var að gera um helgina, það er óhætt að segja það. Á laugardaginn buðum við íbúum Brautarholtar í partý, fiski/x-factor partý. Breski x-factorinn var í sjónvarpinu en gestirnir vildu miklu frekar spjalla og borða fiskréttina en að glápa á x-factor. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld þar sem við drukkum, spjölluðum og hlustuðum á tónlistina sem við hlustuðum á þegar við vorum unglingar. Það er nú ekkert svo mörg ár síðan Rosalega gaman. Börnin léku sér aftur á móti í bílskúrnum og tóku fram ýmislegt dót sem hægt er að hafa gaman af, þau hafa örugglega ekki fílað þessa tónlist. Í stað þess að fara á sveitaball í Aratungu var ákveðið að spila nokkra samkvæmisleiki og var mikið hlegið af þeim sem klikkuðu.
Á sunnudeginum fórum við Kristín Huld svo í Þjóðleikhúsið með Kristínu systir, Þóru Björg og Þórbergi Agli og sáum þar brúðuleikinn um hann Einar Áskel. Þar fór Þórbergur alveg á kostum með fagnaðarlátum og klappi. Hann var alveg yndislegur, 2ja ára pjakkurinn Fórum svo á gamla, góða Hressingaskálann og fengum okkur smá í gogginn. Brunuðum svo á Rauðalæk og fögnuðum 5 ára afmæli Þóru Bjargar.
Sem sagt: Fín helgi en var kannski heldur fljót að líða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Tenglar
- Blogg Dóru Stínu
- Bloggsíða Lilju Rósar
- Jón Óskar og Heiða
- Kristín í Skyggni
- Myndir Dóru Stínu
- Myndir Lilju Rósar
- Sigurveig og Erlingur
- Telma Rós Jónsdóttir